Votlendissjóður, f.h. landeiganda jarðarinnar Berserkseyri L 136598 og 136600, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir að loka gömlum skurðum sem eru á fjórum svæðum á jörðinni Berserkseyri og endurheimta þannig votlendi, sbr. loftmynd sem fylgdi umsókn.
Landeigandi Berserkseyrar og Votlendissjóður hafa skrifað undir samning um endurheimt votlendis á hluta úr landi Berserkseyrar. Umsókninni fylgja einnig umsagnir frá Vegagerðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda, Kolgrafa og Berserkseyri ytri og innri ásamt frekari upplýsingum um minjar á svæðinu og að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar, sbr. 13. gr. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.