Bæjarráð - 578Lagt fram bréf aðstoðarskólastjóra tónlistarskólans með tillögum um átak í kennslu á blásturshljóðfæri, þar sem þeim nemendum hefur fækkað mikið.
Lagt er til að boðið verði upp á gjaldfrjálsa kennslu á blásturshljóðfæri skólaárið 2021-2022 fyrir nemendur í 2.-4. bekk grunnskólans.
Samþykkt samhljóða sem tilraunaverkefni á núverandi skólaári. Bæjarráð felur skólastjórnendum frekari útfærslu verkefnisins í samráði við bæjarstjóra. Bæjarráð óskar eftir skýrslu í lok skólaárs um hvernig til tókst.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um átak í kennslu á blásturshljóðfæri, sbr. bókun bæjarráðsins.
Bæjarráð - 578Lögð fram til kynningar skýrsla mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi ráðstöfum fjármuna í grunnskóla fyrir alla. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13 sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningarBæjarráð - 578Lagt fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) þar sem fram kemur að greiddur hafi verið út arður í félaginu. Hlutdeild Grundarfjarðarbæjar er 754.200 kr.
Bæjarráð - 578Lagt fram til kynningar bréf Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, dags. 22. október sl., þar sem kynnt er sameining Kjalar við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness (SDS).