Rökkurdagar 2021 voru haldnir vikuna 25.- 31. október sl. Ýmsir viðburðir voru á dagskrá þessa vikuna sem hentuðu bæði ungum sem öldnum.
Hinir árlegu Rökkurdagar fóru fram í vikunni 25. - 31. október 2021.
Leikskólinn Sólvellir setti upp listasýningu sína í glugga Bókasafnsins. Sögumiðstöðin var vel nýtt undir viðburði og má þar nefna, handavinnu eldri borgara, Molakaffi á miðvikudegi, Kvenfélagið hélt sinn árlega haustmarkað og bíókvöld. Græna Kompaníið var með upplestur fyrir börnin, kósý prjónakvöld og hélt utan um hrekkjavöku hitting á starfsstað sínum.
Krabbameinsfélagið Von í Grundarfirði stóð fyrir ljósagöngu í minningu þeirra sem fallið hafa frá.
Þá var einnig boðið upp á fjölskylduratleik, fjölskyldufótbolta í íþróttahúsinu, pub quiz og ball á Kaffi 59.
Farið var yfir dagskrá undanfarinna ára og farið yfir þá viðburði sem hafa verið vel heppnaðir.
Verið er að leggja drög að dagskrá og verður auglýst eftir tillögum íbúa á næstunni.