Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir ársins. Einnig rædd mönnun og ráðningarmál fyrir sumarið.
Meðal framkvæmda sem eru í undirbúningi eru:
Gönguvænn Grundarfjörður - endurbætur á gangstéttum og lagning hjólastíga samhliða, hönnun og annar undirbúningur, en lögð er áhersla á að koma gangstéttum á Grundargötu í útboðsferli. Framkvæmdir við viðgerðir á grunnskóla utanhúss, en fyrr í vikunni fór fram úttekt Eflu á stöðu viðgerða með hliðsjón af ástandsskýrslu sem unnin var 2017. Einnig var gert ástandsmat á íþróttahúsi utanhúss, til undirbúnings ákvarðana um endurbætur á komandi árum. Rætt var um frágang verks við Fellabrekku 21, vinnu við efnistökuáætlun vegna Hrafnsár, um holræsalagnir, um geymslusvæðið, mögulegar aðgerðir til að drena svæðið kringum ærslabelginn, fyrirhugaðar húsbyggingar og fleira.
Sigurði var þakkað fyrir yfirferðina og fyrir komuna á fundinn.
Farið yfir stöðu framkvæmda, m.a. um gangstéttarframkvæmdir, kostnaðaráætlun ýmissa framkvæmda og verkefna og bæjargirðingu austan þéttbýlis. Lagt til að þakviðgerðum á samkomuhúsi verði frestað. Einnig rætt um bæjarhátið sem haldin verður í lok júlí.
Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi var gestur fundarins undir þessum dagskrárlið.
Farið var yfir stöðu helstu framkvæmda á vegum bæjarins.
Framkvæmdir við "Gönguvænan Grundarfjörð", þ.e. malbikun, gangstéttir/stíga og blágrænar lausnir voru ræddar undir dagskrárliðum 3 og 4.
Skipulags- og byggingarfulltrúi og bæjarstjóri sögðu frá framkvæmdum utanhúss við grunnskólahúsnæði undir dagskrárlið nr. 6, en unnið er að áframhaldandi múrviðgerðum utanhúss á suðausturhlutum skólahúsnæðis. Í haust verður einnig málað utanhúss.
Skipt verður um glugga á neðri hæð þeirrar byggingar og í kennaraálmu og verður það gert fyrrihluta ágústmánaðar.
Innanhúss er viðhald í nokkru uppnámi vegna lekatjóns sem upp kom í byrjun vikunnar, en til stóð m.a. að málarameistari ynni að málun á hluta svæðis innanhúss. Framkvæmdir innanhúss eru nú í endurskoðun, enda ljóst að þörf verður á umfangsmiklum endurbótum í kjölfar tjónsins.
Byggingarfulltrúi sagði einnig frá helstu verkefnum bæjarins sem tengjast nýbyggingum í Grundarfirði, en allnokkuð af íbúðarhúsnæði er nú í byggingu eða á undirbúningsstigi, auk þess sem netaverkstæðisbygging er farin af stað.
Bæjarstjóri sagði frá öðrum framkvæmdum:
- Leikskóli: Unnið hefur verið að viðhaldi innanhúss í sumarlokun leikskóla. Ennfremur er unnið að því að lagfæra lóð á nokkrum stöðum, fara á í viðhald/umhirðu leiktækja, málun og fleira þegar þurrt veður gefst til þess. Til stendur að skipta um net á austurhluta girðingar á lóð, ekki fékkst verktaki í verkið og er vinna við verkið í skoðun.
- Grundarfjarðarhöfn: Framkvæmdir við að steypa þekju á lengingu Norðurgarðs ganga vel, búið er að steypa um 55% af þekjunni. Skemmtiferðaskip lagðist í fyrsta sinn að hinni lengdu bryggju þann 1. júlí sl., en heimatogari hafði áður lagst að til að prófa viðleguna.
- Verkefni við orkuskipti í skólahúsnæði og sundlaug: Bærinn fékk 10 millj. kr. styrk úr Orkusjóði 2020, en verkefnið er í bið vegna samvinnu við Veitur ohf. um skoðun á orkumálum. Sótt var um viðbótarstyrk til Orkusjóðs í júní sl. vegna frekari áfanga verksins.
- Þríhyrningur: Leiktæki sem pöntuð voru munu koma til okkar öðru hvoru megin við mánaðamótin júlí/ágúst. Leiktæki eru styrkt að stærstum hluta með gjöf frá fyrirtækinu Guðmundur Runólfsson hf. frá því í október 2020. Búið er að kanna og treysta lagnir á svæðinu, jarðvegsskipta fyrir eldstæði og "sviði", jarðvegsskipt verður undir leiktækjasvæði á næstunni. Allt upptekna efnið fer í jarðvegsmön eða "orminn" sem mótaður verður á suðurhluta svæðisins, í samræmi við hönnun Þríhyrningsins. Hleðsla á eldstæði er í undirbúningi. Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur samið við Skógræktarfélagið og Kvenfélagið um aðkomu að gróðri og ræktun á svæðinu.
Gestir
Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi
Farið var yfir helstu verklegu framkvæmdir sem eru í gangi, einkum framkvæmdir við malbikun gatna og gangstétta, steyptar gangstéttar, endurbætur á húsnæði grunnskóla og í samkomuhúsi, uppbyggingu í Þríhyrningi, o.fl.
Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir ársins. Einnig rædd mönnun og ráðningarmál fyrir sumarið.
Meðal framkvæmda sem eru í undirbúningi eru:
Gönguvænn Grundarfjörður - endurbætur á gangstéttum og lagning hjólastíga samhliða, hönnun og annar undirbúningur, en lögð er áhersla á að koma gangstéttum á Grundargötu í útboðsferli.
Framkvæmdir við viðgerðir á grunnskóla utanhúss, en fyrr í vikunni fór fram úttekt Eflu á stöðu viðgerða með hliðsjón af ástandsskýrslu sem unnin var 2017. Einnig var gert ástandsmat á íþróttahúsi utanhúss, til undirbúnings ákvarðana um endurbætur á komandi árum.
Rætt var um frágang verks við Fellabrekku 21, vinnu við efnistökuáætlun vegna Hrafnsár, um holræsalagnir, um geymslusvæðið, mögulegar aðgerðir til að drena svæðið kringum ærslabelginn, fyrirhugaðar húsbyggingar og fleira.
Sigurði var þakkað fyrir yfirferðina og fyrir komuna á fundinn.