Bæjarráð - 566Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkir með áritun sinni að vísa ársreikningnum til bæjarstjórnar og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð - 566Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 30 var auglýst laus til umsóknar. Fjórar umsóknir bárust. Við mat á umsóknum og gögnum var leitað til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga vegna mats á umsækjendum sem hæst skor hlutu skv. matsviðmiðum, sem notast er við þegar til forgangsröðunar kemur.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Steinunnar Hansdóttur.