Húsfélag Grundargötu 26-28 leggur fram umsókn um útlitsbreytingu á klæðningu á húsi. Til stendur að skipta um klæðningu á öllu húsinu, úr steniklæðningu í álklæðningu í sambærilegum lit. Eldri klæðning liggur undir skemmdum og kominn er tími á endurnýjun, skv. umsókn.
Fyrir liggur samþykkt húsfélags að Grundargötu 26-28 frá 4. nóvember 2021 um að skipta um klæðningu.
Þar sem breyting telst ekki óveruleg er lagt til að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og umrætt svæði er ódeiliskipulagt.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Grundargötu 21, 21a, 23, 24, 25, 27, 30 og Borgarbraut 1, 2 og 6, Hamrahlíð 1 og Nesveg 1.