Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól hefur ákveðið að hækka verð á matarskömmtum sem seldir eru út til eldri borgara, úr 850 kr. í 1.000 kr. skammtinn frá 1. janúar 2021, en gjaldið hefur verið óbreytt síðan árið 2012.
Bæjarráði þykir hækkun á matarskömmtum koma heldur seint fram, þar sem búið er að samþykkja fjárhagsáætlun næsta árs.
Lagt er til að Grundarfjarðarbær selji eldri borgurum matarskammtinn á 900 kr. og niðurgreiði hvern matarskammt þar með um 100 kr. Áætluð niðurgreiðsla á matarskömmtum fyrir eldri borgara er um 200-300 þús. kr. á árinu 2021 og yrði annar kostnaður lækkaður á móti.
Bæjarráði þykir hækkun á matarskömmtum koma heldur seint fram, þar sem búið er að samþykkja fjárhagsáætlun næsta árs.
Lagt er til að Grundarfjarðarbær selji eldri borgurum matarskammtinn á 900 kr. og niðurgreiði hvern matarskammt þar með um 100 kr. Áætluð niðurgreiðsla á matarskömmtum fyrir eldri borgara er um 200-300 þús. kr. á árinu 2021 og yrði annar kostnaður lækkaður á móti.
Samþykkt samhljóða.