Bæjarráð - 560Lagt til að bæjarráð samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína sem fjarfundi, í samræmi við nýja heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 10. mars 2021. Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefnar samþykktir bæjarstjórnar og bæjarráðs á grunni fyrri sambærilegra heimilda ráðherra.
Bæjarráð - 560Lögð fram drög að launaáætlun ásamt drögum að rekstraráætlun A- og B-hluta bæjarsjóðs vegna ársins 2021. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir fjárfestingaóskir næsta árs.
Á þessu stigi fjárhagsáætlunarvinnunnar lítur út fyrir verulegt tekjutap, auk þess sem hækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga eru þungar í skauti. Rekstrarniðurstaða ársins stefnir því í að vera neikvæð.
Fjárhagsáætlun 2021 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð - 560Lögð fram drög að áætlun fasteignagjalda 2021 ásamt samanburði og yfirliti yfir kostnað við sorpgjöld árin 2011-2020.
Lagt til að sorpgjald hækki úr 45.000 kr. í 48.000 kr. á ári og að sorpgjald sumarhúsa hækki úr 17.500 kr. í 18.700 kr. á ári. Við þá breytingu hækka fasteignagjöld um 0,1% milli ára.
Bæjarráð - 560Lagður fram til kynningar tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.