-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Nefndin leggur til að Bjarni Sigurbjörnsson verði formaður skipulags- og umhverfisnefndar og að Vignir Smári Maríasson verði varaformaður, samþykkt samhljóða.
Nýr formaður nefndar tekur við fundarstjórn.
Nýr formaður leggur það til að vinna í nánu samstarfi við varaformann, Vigni Smára og að þeir vinni í sameiningu við að þjóna embættinu. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. ágúst 2020 vegna staðfestingar Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 þar sem stofnunin bendir á nokkur atriði í skipulagsgögnum sem þarf að lagfæra áður en aðalskipulagið verður staðfest. Atriðin eru flest tæknilegs eðlis, þ.e. varða framsetningu, s.s. örnefni, mælikvarða, númer landnotkunarsvæða og texta sem þarf að samræma á milli kafla og á milli greinargerðar, umhverfisskýrslu og uppdrátta. Eitt atriði er efnislegt en þar er kallað eftir landnotkunarákvæðum fyrir haf- og vatnssvæði með sérstök not (SN). Auk þess er bætt inn landnotkun á svæði ÖN-6 sem er nýlega endurnýjuð friðlýsing æðarvarps í landi Kolgrafa.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gera þær lagfæringar á skipulagsgögnum sem Skipulagsstofnun bendir á. Gögnin hafa þegar verið lagfærð og liggja fyrir fundinum, þ.e.:
- Skipulagsuppdrættir með lagfæringum vegna ábendinga Skipulagsstofnunar
- Skipulagsgreinargerð með lagfæringum vegna ábendinga Skipulagsstofnunar
- Umhverfisskýrsla, óbreytt
Nefndin samþykkir jafnframt að svæði SN-1 og SN-2 í landnotkunarflokknum sérstök not haf- og vatnssvæða verði sameinuð í eitt svæði, SN-1 og þar gildi eftirfarandi landnotkunarákvæði:
"Innri höfn og svæði umhverfis hafnarsvæði:
Á svæðinu skal siglingaleiðum haldið greiðum og innan þess er heimilt að dýpka höfnina og endurbyggja og bæta við hafnarmannvirki samkvæmt nánari skilgreiningu í deiliskipulagi og/eða framkvæmdaleyfisgögnum."
Skipulagsgögn með framangreindum lagfæringum verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Bókun fundar
Forseti vekur athygli á að þetta mál er jafnframt sérliður hér síðar á dagskrá fundarins.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu og vísar því til bæjarstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ, UÞS og BS.
Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að heimila að unnin verði tillaga um breytingu aðalskipulags vegna erindis um byggingu hótels í landi Grundar 2, sem lögð verði fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn. Jafnframt bendir bæjarstjórn á að miðað við framlagt erindi sem og umfang þeirrar starfsemi sem þegar er á svæðinu, muni jafnframt þurfa að vinna deiliskipulag fyrir svæðið.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð unnin af Verkís fyrir eftirfarandi lóðir :
Fellasneið 1, 3, 5 og 7 og Hellnafell 8 þar sem um er að ræða áður samþykktar breytingar.
Lóðin að Fellasneið 3 er ekki til úthlutunar þar sem hún er þegar talin vera í byggð.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, GS, UÞS, BS og HK.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að reglum um stöðuleyfi og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Nýjar reglur um stöðuleyfi hafa verið samþykktar af skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið þar sem breytingin telst óveruleg, sbr. 2.3.4 gr. byggingarreglugarðar nr. 112/2012 og samþykkir breytinguna sbr. c. lið 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum þar sem breyting telst ekki óveruleg, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr.112/2012.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Hlíðarvegi 2, 3 og 9 og Grundargötu 7.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við gerð þessa bílastæðis á lóðamörkum Grundargötu 14 og 16 en bendir á að framkvæmd þessi er ávallt víkjandi þar sem um er að ræða byggingarlóð sem búið er að úthluta. Byggingarfulltrúa er falið að hafa samband við lóðarhafa að Grundargötu 14.
Afstaða nefndarinnar í þessu tilviki er ekki fordæmisgefandi.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, SÞ, BS, RG og BÁ.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Vegagerðin óskar eftir samvinnu við sveitarfélögin varðandi umbætur og hagræðingar vegna girðinga í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um legu, umfang og kostnað sveitarfélaga vegna girðinga.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur embætti byggingarfulltrúa að fylgja eftir beiðni Vegagerðarinnar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Skipulags- og byggingarfulltrúi sagði frá málum sem hann hefur í vinnslu, m.a.:
* Rekstrarleyfisúttektir / umsagnir
* Gróðursetning, undirbúningur
* Gönguvænn Grundarfjörður
* Fráveita og göturammar vegna stíga og gangstétta
* Útsend bréf og samskipti vegna óleyfisframkvæmda - Yfirferð
* Byggingarfulltrúi fer í frí
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, SÞ og UÞS.