Menningarnefnd - 26Farið yfir mögulega starfsemi í Sögumiðstöð nú í sumar, en ljóst er að landslagið hefur mikið breyst hvað varðar ferðaþjónustu, vegna áhrifa af Covid-19.
Ljóst er að erlendir ferðamenn munu ekki verða margir á komandi sumri/hausti. Íslendingar verða að líkindum stór hluti gesta á svæðinu, þó það muni ráðast af veðri og öðrum þáttum, hvert þeir muni sækja í sínum ferðalögum. Bæjarstjóri sagði að starfsemi í upplýsingamiðstöð muni þurfa að taka mið af því.
Fyrirhugaður er fundur/fundir bæjarfulltrúa með fulltrúum fyrirtækja í ferðaþjónustu, eftir páskana. Þar verður m.a. komið inná þessi atriði.
Menningarnefnd telur æskilegt að starfsemi í Sögumiðstöðinni í sumar miði að því að laða að fólk, heimafólk og gesti, með afþreyingu og viðburðum, eftir því sem hægt verður, yfir sumartímann.
Menningarnefnd - 26Nefndin ræddi um tækifæri til að lífga upp á tilveruna, nú á tímum Covid, með menningu, list, afþreyingu og öðru.
Rætt um skönnun ljósmynda, styrk Uppbyggingarsjóðs, ljósmyndun á tímum Covid-19, möguleika á streymistónleikum, listaverk í Torfabót, o.fl. Almenn umræða og hugmyndir settar á blað til úrvinnslu. Nefndarmenn munu bæta við hugmyndum í framhaldi af fundinum.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fékk úthlutað Öndvegisstyrk úr safnasjóði 2020, til nýrrar sýningar í Norska húsinu. Forstöðumaður Byggðasafnsins hefur óskað eftir tilnefningum sveitarfélaganna á svæðinu á fulltrúum í samtal vegna undirbúnings að hönnun nýrrar aðalsýningar. Menningarnefnd - 26Nefndin leggur til að Eygló Jónsdóttir formaður menningarnefndar verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í þetta samtal.
Menningarnefnd - 26Heilbrigðisráðuneytið gaf út viðmið um að bókasöfnum sé óheimilt að hafa opið og að snertilaus útlán væru heldur ekki heimil. Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar um starfsemina.