Erindisbréf öldungaráðs lagt fram til kynningar.Öldungaráð - 9Farið var yfir efni erindisbréfsins. Þar segir að hlutverk öldungaráðs og tilgangur sé að gæta hagsmuna eldri borgara í Grundarfirði og vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara.
Rætt var um þau verkefni sem ráðið hefur verið að sinna og ætti að hafa á sinni könnu.
Kosningu formanns, varaformanns og ritara er frestað þar til allir aðalmenn eru mættir á fund.
Farið var yfir eftirfarandi mál:
- Bæjarstjóri sagði frá samtali forsvarsfólks sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, um heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi. Meðal annars var rætt um það hvernig mætti auka samtal og samstarf Heilbrgðisstofnunarinnar, félagsþjónustu sveitarfélaganna og dvalar- og hjúkrunarheimila á svæðinu um þjónustu við eldri borgara. Ráðið fagnar þessu.
- Bæjarstjóri sagði frá endurskoðun fjölskyldustefnu bæjarins og annarri stefnumörkun bæjarins og að ráðið yrði kallað til samtals fljótlega vegna þess.
- Fulltrúi ráðsins mun sitja kynningarfund skipulags- og umhverfisnefndar um aðalskipulagstillögu síðar í dag.
- Fulltrúi ráðsins mun einnig koma á spjallfund með fulltrúum menningarnefndar um dagskrá Rökkurdaga, menningarhátíðar, nk. mánudag.
- Spurt var um heimsendingu matar til eldri borgara, en Dvalarheimilið hafði séð um það. Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins.
Ráðið mun á næsta fundi fara betur yfir verkefni sín.
Öldungaráð - 9Á fundum öldungaráðs á síðasta kjörtímabili var mikið rætt um það að fá sjúkraþjálfara með fasta viðveru í Grundarfjörð. Frá síðasta vetri hefur sjúkraþjálfari starfað á heilsugæslunni í Grundarfirði. Ráðið lýsir mikilli ánægju með þá stöðu.
Öldungaráð - 9Elsa sagði frá verkefninu "Heilsueflingu 60 plús" sem fór af stað í lok janúar sl. Heilsueflingin felst í að fjórum sinnum í viku eru íþróttatímar, annars vegar í íþróttahúsinu og einnig í líkamsræktarstöð. Hreyfingin stendur öllum til boða sem eru 60 ára og eldri og þeim sem búa við örorku. Verkefnið er unnið í samstarfi Félags eldri borgara Grundarfirði og Grundarfjarðarbæjar, og nýtur Félag eldri borgara stuðnings Rauða kross deildarinnar í Grundarfirði. Ætlunin er að fá aukna fræðslu samhliða heilsuræktinni og þróa starfið áfram.
Ráðið lýsir ánægju með heilsueflingarverkefnið og hvernig til hefur tekist.