Hafnarstjórn - 3Rætt var um opnun tilboða í sjófyllingu, fyrsta áfanga lengingar Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar, sem fram fór í gær, 22. janúar 2019. Eitt tilboð barst, frá Björgun, og Vegagerðin yfirfer nú tilboðsgögn. Málið kemur til afgreiðslu hjá hafnarstjórn þegar niðurstöður liggja fyrir.
Hafnarstjórn - 3Lagt fram erindi SH 55 slf. um að felldir verði niður tveir reikningar vegna álagðra farþegagjalda á tvo útsýnisbáta fyrirtækisins á árinu 2018. Fyrirtækið telur að höfnin hafi ekki stoð í gjaldskrá sinni til gjaldtökunnar og hefur hafnað greiðslu reikninganna. Bæjarstjóra falið að leggja frekari upplýsingar fyrir næsta fund hafnarstjórnar, í samræmi við umræður fundarins.
Hafnarstjórn - 3Lagt fram og farið yfir yfirlit yfir fjárhag hafnarsjóðs, tekjur og gjöld 2018. Hafnarstjóra þakkað fyrir gott utanumhald í rekstri og starfsemi hafnarinnar.
Hafnarstjórn - 3Hafnarstjóri sagði frá markaðs- og kynningarstarfi hafnarinnar. Hafnarstjórn ræddi áform um starf ársins. Hafnarstjóri sagði frá því að þegar séu bókaðar 53 komur skemmtiferðaskipa í Grundarfjarðarhöfn á komandi sumri. Síðastliðið sumar voru komur skemmtiferðaskipa samtals 28.
Hafnarstjórn - 3Umhverfisstofnun hefur staðfest endurskoðaða áætlun Grundarfjarðarhafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa frá skipum, sbr. 6. gr. rglg. nr. 1200/2014. Bréf stofnunarinnar um staðfestinguna lagt fram til kynningar. Endurskoða þarf áætlunina á þriggja ára fresti.
Hafnarstjórn - 3Ályktun 41. hafnasambandsþings, 2018, um öryggi í höfnum lögð fram til kynningar. Grundarfjarðarhöfn hefur unnið öryggisáætlun sína, sem er reglulega endurskoðuð. Hafnarstjórn ræddi hvernig höfnin getur gert enn betur í öryggismálum.