Lagt fram bréf frá húseiganda að Nesvegi 13 frá 11. janúar sl. þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag og fyrirhuguð byggingaráform að Sólvöllum 2.
Bæjarráð bendir á að deiliskipulagstillagan var auglýst og kallað eftir athugasemdum, en athugasemdafrestur rann út 19. desember 2017. Athugasemdir bárust því of seint, en leitast verður við að taka tillit til þeirra eins og kostur er. Erindinu vísað til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram bréf frá Landslögum, dags. 7. mars sl., fyrir hönd eiganda fasteignarinnar að Nesvegi 13, fn. 211-5224, varðandi deiliskipulag á Sólvallarreit.
Lögð fram til kynningar gögn vegna málaloka v/Nesvegar 13 og deiliskipulags á Sólvallareit, sbr. fyrri bókanir um málið. Gerð var réttarsátt í málinu og er því lokið.
Bæjarráð bendir á að deiliskipulagstillagan var auglýst og kallað eftir athugasemdum, en athugasemdafrestur rann út 19. desember 2017. Athugasemdir bárust því of seint, en leitast verður við að taka tillit til þeirra eins og kostur er. Erindinu vísað til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Samþykkt samhjóða.