Skólanefnd - 138Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sex starfsdögum á dagatalinu. Jafnframt farið yfir starfsmannahald og nemendafjölda skólans. Fjöldi nemenda er 54.
Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir kom kl. 17:00.
Leikskólastjóri kynnti nýtt gagnvirkt samskiptakerfi fyrir leikskóla, sem fyrirhugað er að taka í notkun á leikskólanum. Kerfið mun einfalda samskipti starfsmanna við foreldra.
Skólanefnd - 138Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir fimm starfsdögum í dagatalinu, tveimur dögum í vetrarfrí og átta dögum fyrir utan starfstíma nemenda.
Skólastjóri kynnti niðurstöður starfsmanna-, foreldra- og nemendakannana Skólapúlsins.
Skólanefnd lýsir yfir almennri ánægju með niðurstöður Skólapúlsins og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með vel unnin störf.
Skólanefnd - 138Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sjö starfsdögum á skólaárinu. Jafnframt farið yfir starfsmannahald og nemendafjölda skólans.
Vortónleikar skólans tókust mjög vel. Þeir voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju og gátu íbúar Fellaskjóls fylgst með þeim í beinni útsendingu.
Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs með áorðnum breytingum.