Á 170 fundi skipulags- og umhverfisnefndar var fyrrum skipulags og byggingafulltrúa falið að senda öllum eigendum fasteigna á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár bréf með byggingaskilmálum svæðisins og óska eftir úrbótum til samræmis við skilmálana. Núverandi skipulags- og byggingafulltrúi óskaði eftir að farað væri nánar yfir málið.Skipulags- og umhverfisnefnd - 172Skipulags- og byggingafulltrúa falið að framfylgja máli er varðar "Umgengi umhverfis lóðir fyrirtækja í Grundarfjarðarbæ" sem tekið var fyrir á 169 fundi skipulags-umhverfisnefndar.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagt var fyrir bréf frá Árna Ingimundarsyni forstöðumanni tæknisviðs Olíudreifingar, varðaandi afstöðu bæjarins gagnvart fyrirhuguðu lóðarsölu Olíudreifingar á Nesvegi 4b til hótels FramnesSkipulags- og umhverfisnefnd - 172Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar að allar fyrri samþykktir standi er varðar Nesveg 12 og 4b. Einnig viljum við benda á úthlutunarreglur lóða hjá Grundarfjarðarbæ.Bókun fundarBæjarstjórn telur mikilvægt að kalla eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar, þar sem óskað verði nánari upplýsinga um rýmisþörf o.fl.
Lagt var fyrir bókun á fundi bæjarráðs 14.07 s.l um vangaveltur um hraðahindranir og umferðamerki í bænum.Skipulags- og umhverfisnefnd - 172Skipulags- og umhverfisnefnd, ræddi gerð og staðsetningu hraðahindrana og einnig bílastæði við grunnskólann. Nefndin ætlar að kynna sér gerð og staðsetningu hraðahindrana betur.