Lagðar fram tillögur að álagningu útsvars og fasteignagjalda fyrir árið 2016. Jafnframt lögð fram rammaáætlun rekstrar fyrir árið 2016 ásamt sjóðsstreymisyfirliti. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn á álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári, 14,52%, eða hámarksálagning skv. lögum. Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt viðhalds- og fjárfestingaáætlun og yfirliti sem sýnir samanburð milli upphaflegrar áætlunar 2015, útkomuspár ársins 2015 og fjárhagsáætlunar 2016 eins og hún liggur fyrir á fundinum.
Fyrir fundinum lágu einnig tillögur um álagningu útsvars og fasteignagjalda.
Bæjarráð leggur til að álagning útsvars verði áfram sú sama, 14,52% eða hámarks leyfileg álagning.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur um álagningu fasteignagjalda verði samþykktar.
Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2017-2019.
Að umfjöllun lokinni vísar bæjarráð fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lögð fram til fyrri umræðu drög að fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokka- og deildayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram sundurliðað skjal niður á deildir sem sýnir samanburð áætlana milli áranna 2015 og 2016. Ennfremur lagt fram yfirlit yfir áætlaðar fjárfestingar ársins 2016.
Allir tóku til máls.
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun áranna 2017-2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019.
Í rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar ársins 2016 kemur fram að heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 945,4 m. kr. Laun eru áætluð 462,1 m. kr., önnur rekstrargjöld 336,8 m. kr. og afskriftir 46,9 m. kr. Rekstrarniðurstaða áætlunarinnar er því jákvæð um 99,6 m.kr. fyrir fjármagnsliði. Fjármagnsgjöld eru áætluð 84,0 m. kr., þannig að þegar tekið hefur verið tillit til þeirra er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð um 15,6 m. kr.
Í sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar, kemur fram þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun ásamt öðrum breytingum á skuldbindingum, að veltufé frá rekstri er 115,9 m.kr. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er talið að ráðast í á árinu 2016. Ráðgert er að fjárfestingar nettó verði 72,2 m.kr. og afborganir lána 108,5 m.kr. Tekin verði ný lán að fjárhæð 60 m.kr. Að öllu þessu töldu kemur í ljós að gengið er á handbært fé um 4,8 m. kr. en í upphafi árs er ráðgert að það verði 39,5 m.kr. Handbært fé í árslok ársins 2016 er því áætlað 34,6 m.kr. gangi fjárhagáætlun ársins 2016 fram eins og ráðgert er.
Allir tóku til máls.
Fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára ætlun 2017-2019 samþykkt samhljóða.