-
Bæjarráð - 476
Lagt fram til kynningar.
-
Bæjarráð - 476
Lagðar fram tillögur að álagningu útsvars og fasteignagjalda fyrir árið 2016. Jafnframt lögð fram rammaáætlun rekstrar fyrir árið 2016 ásamt sjóðsstreymisyfirliti.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn á álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári, 14,52%, eða hámarksálagning skv. lögum.
Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 476
Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana.
Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 476
Farið yfir styrkumsóknir vegna ársins 2016.
Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 08.10.2015 þar sem sjóðurinn bíður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í viðkomandi sveitarfélagi.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri ásamt forseta bæjarstjórnar ræði nánar við Íbúðalánasjóð um úrlausnir vegna ónýttra íbúða í eigu sjóðsins í sveitarfélaginu.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram bréf frá stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjól þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu við dvalarheimilið. Unnið er að hönnun viðbyggingarinnar. Áætlað er að unnið verði að grunni árið 2016, að húsið verði reist árið 2017 og innréttingar verði gerðar árið 2017-2018. Ráðgert er að ný hjúkrunarrými verði tekin í notkun vorið 2018.
Í bréfinu er óskað eftir niðurfellingu kostnaðar vegna umsagnar byggingarnefndar Grundarfjarðar.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með fyrirhugaðar framkvæmdir og vísar endanlegri afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar og leggur til að kostnaður vegna umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar verði felldur niður.
Bókun fundar
Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs en leggur til að styrkur verði veittur á móti kostnaði við umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 476
Lagður fram tölvupóstur Vegagerðarinnar frá 06.10.2015 til fyrirtækja í flutningaþjónustu þar sem boðuð er skerðing á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Jafnframt er spurt hvort fyrirtæki í flutningaþjónustu séu tilbúin að greiða hluta kostnaðar við vetrarþjónustu.
Bæjarráð Grundarfjarðar telur brýnt að aukið fjármagn fáist á fjárlögum til vetrarþjónustu svo Vegagerðinni sé mögulegt að sinna nauðsynlegri vetrarþjónustu. Ekki er hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í flutningaþjónustu né aðrir vegfarendur greiði fyrir þá sjálfsögðu þjónustu sem hálkueyðing og snjóruðningur er. Jafnframt skiptir þjónusta þessi miklu máli fyrir sjúkraflutninga og annað öryggi vegfarenda.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram bréf Sigmars Hrafns Eyjólfssonar, ódagsett en móttekið 05.10.2015. Í bréfinu er velt upp hugmyndum um möguleg kaup Grundarfjarðarbæjar á Haukabergi SH-20.
Bæjarráð mælir ekki með þátttöku Grundarfjarðarbæjar í kaupum á umræddu skipi miðað við þær forsendur sem fram eru settar í bréfinu.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram kauptilboð í bifreið í sameiginlegri eigu Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar. Um er að ræða bíl sem notaður var af byggingafulltrúa. Kauptilboðið er 2,3 millj. kr.
Bæjarráð mælir með að kauptilboðið verði samþykkt enda liggi jafnframt fyrir samþykki Stykkishólmsbæjar.
-
Bæjarráð - 476
Lagðir fram tölvupóstar frá Erni Inga Gíslasyni hjá Arnarauga vegna skuldar frá árinu 2006 sem ósamkomulag var um.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu í samræmi við umræðu á fundinum.
-
Bæjarráð - 476
Lagður fram ráðningarsamningur við Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, skipulags- og byggingafulltrúa.
Ráðningarsamningur samþykktur samhljóða.
-
Bæjarráð - 476
Lögð fram kynningar tillaga Alta að vinnu- og verkáætlun fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk til Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulagsvinnunnar.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram til kynningar bréf EBÍ frá 06.10.2015, þar sem tilkynnt er um ágóðahlut Grundarfjarðarbæjar í sjóðnum. Hlutdeild Grundarfjarðarbæjar er 0,838%.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram til kynningar bréf Samgöngustofu frá 28.09.2015. Í bréfinu er farið yfir ástand gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót af öryggisástæðum.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram til kynningar bréf Jafnréttisstofu frá 12.10.2015, þar sem óskað er eftir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram til kynningar bréf Fiskistofu frá 08.10.2015 varðandi sérstakt strandveiðigjald til hafna.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram til kynningar bréf Óbyggðanefndar, frá 07.10.2015 varðandi málsmeðferð nefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins hefur verið veittur frestur til 15. mars 2016 til að lýsa kröfum um þjóðlendur á svæði 9.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna eftirfylgni með úttekt á Leikskólanum Sólvöllum. Jafnframt lagt fram svarbréf bæjarstjóra og leikskólastjóra frá 14.10.2015.
-
Bæjarráð - 476
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 14.10.2015.
-
Bæjarráð - 476
Lagt fram til kynningar bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti frá 20.10.2015 þar sem tilkynnt er að Grundarfjarðarbæ er úthlutað 282 þoskígildistonnum.
Bókun fundar
RG vék af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku ÞS og EG.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar leggur til að reglugerð ráðuneytisins nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016 verði lögð til grundvallar við úthlutun byggðakvóta á skip í Grundarfirði fiskveiðiárið 2015-2016.
Samþykkt samhljóða.
RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Bæjarráð - 476
Lagður fram til kynningar búseturéttar- og leigusamningur um Hrannarstíg 34.
-
Bæjarráð - 476
Farið yfir starfsmannamál.