Farið yfir ýmis verkefni sem snerta málefni eldri íbúa.
Aðalfundur Landssambands eldri borgara
Sunneva og Þórunn sóttu fundinn sem var haldinn á Akureyri í haust.
Sunneva fór yfir helstu atriði sem rædd voru á þessum fundi sem eru hagsmunamál eldri borgara og ræddi nefndin einstök atriði.
Gott að eldast
Í nóvember sl. var haldinn kynningar- og umræðufundur í tengslum við verkefnið Gott að eldast. Áhersla var á félagsstarf og virkni eldri íbúa.
Fundurinn var vel sóttur og í framhaldinu var spjallfundur um félagsstarf og aðstæður eldri íbúa í Grundarfirði.
Samráðsfundur
Í framhaldi af umræðum fundarins leggur öldungaráð til að haldinn verði samráðsfundur með eldri íbúum í Grundarfirði, þar sem rædd verði ýmis mál sem einkum snerta félagsstarf eldri íbúa, en einnig önnur hagsmunamál.
Öldungaráð leggur til við bæjarstjórn að haldinn verði fundur þar sem fram fari hugmyndavinna um ýmis málefni eldri borgara.
Fulltrúar í öldungaráði eru tilbúnir að koma að frekari skilgreiningu á efni þess fundar og að undirbúningi hans.
Sunneva og Þórunn sóttu fundinn sem var haldinn á Akureyri í haust.
Sunneva fór yfir helstu atriði sem rædd voru á þessum fundi sem eru hagsmunamál eldri borgara og ræddi nefndin einstök atriði.
Gott að eldast
Í nóvember sl. var haldinn kynningar- og umræðufundur í tengslum við verkefnið Gott að eldast. Áhersla var á félagsstarf og virkni eldri íbúa.
Fundurinn var vel sóttur og í framhaldinu var spjallfundur um félagsstarf og aðstæður eldri íbúa í Grundarfirði.
Samráðsfundur
Í framhaldi af umræðum fundarins leggur öldungaráð til að haldinn verði samráðsfundur með eldri íbúum í Grundarfirði, þar sem rædd verði ýmis mál sem einkum snerta félagsstarf eldri íbúa, en einnig önnur hagsmunamál.
Öldungaráð leggur til við bæjarstjórn að haldinn verði fundur þar sem fram fari hugmyndavinna um ýmis málefni eldri borgara.
Fulltrúar í öldungaráði eru tilbúnir að koma að frekari skilgreiningu á efni þess fundar og að undirbúningi hans.