Málsnúmer 2411008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 291. fundur - 14.11.2024

Bæjarstjórn auglýsti starf skipulagsfulltrúa í desember 2023, en auglýsing bar ekki árangur um ráðningu.

Lögð fram umsóknargögn frá Nönnu Vilborgu Harðardóttur um starfið, með þeim fyrirvara að réttinda til að sinna embætti skipulagsfulltrúa verði aflað í starfi.

Bæjarstjórn samþykkir að ráða Nönnu Vilborgu Harðardóttur í starf á verksviði umhverfis- og skipulagsmála, og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi, með vísan til 1. mgr. 6. gr. og auglýsingar um starf hjá Grundarfjarðarbæ.

Samþykkt samhljóða.