Málsnúmer 2410002

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 290. fundur - 08.10.2024

Lagður fram til kynningar samningur bæjarins við Fjarskiptasjóð um styrk til ljósleiðaravæðingar í þéttbýli utan markaðssvæða. Um er að ræða átta staðföng (heimili) í þéttbýlinu, sem átti eftir að tengja. Í framhaldinu verður gerður samningur við Mílu um greiðslur fyrir tengingu þessara staðfanga. Míla hefur nú lokið að fullu ljósleiðaravæðingu í Grundarfjarðarbæ.

Bæjarstjórn fagnar þessum mikilvæga áfanga.