Málsnúmer 2409006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 291. fundur - 14.11.2024

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 11. fundar ungmennaráðs.
  • Kynning á Ungmennaþingi Vesturlands, sem verður haldið í sumarbúðunum í Ölveri, Hvalfjarðarsveit, helgina 25.-27. október.

    Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem er fjármagnað af Sóknaráætlun Vesturlands.

    Markmiðið með þinginu er að fá ungt fólk af öllu Vesturlandi saman, stuðla að uppbyggingu í þágu ungs fólks á öllu Vesturlandi, skapa vettvang fyrir samtal ungmenna við ráðamenn, kynnast öðrum ungmennum, njóta og hafa gaman.

    Ungmennaráð - 11 Nefndarmenn voru hvattir til að skrá sig á þingið.
  • .2 2408004 Rökkurdagar 2024
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir drög að dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga, sem fram fara dagana 24. október til 17. nóvember.

    Ungmennaráð - 11 Nefndin var mjög ánægð með hversu fjölbreytt dagskráin er í ár og var sammála um að allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig.

  • Ungmennaráð - 11 Rætt var um verkefni ráðsins á síðasta ári, þ.á m. ungmennahitting í Sögumiðstöðinni og þátttöku í skipulagningu bæjarhátíða.

    Ákveðið var að nefndin myndi skipuleggja ungmennahitting bæði í íþróttahúsi og í Sögumiðstöð á komandi mánuðum.