Málsnúmer 2409003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 289. fundur - 12.09.2024

LÁB gerði grein fyrir fundi skólanefndar og heimsókn nefndarinnar í rými tónlistarskólans, breyttum reglum um símanotkun nemenda o.fl.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða 175. fundargerð skólanefndar.
  • Skólanefnd fór í heimsókn í húsnæði tónlistarskóla og naut leiðsagnar Lindu Maríu Nielsen, aðstoðarskólastjóra Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

    Skólanefnd - 175 Í húsnæði tónlistarskóla hafa staðið yfir framkvæmdir í sumar og fer þeim senn að ljúka.

    Í tengslum við orkuskipti skóla- og íþróttamannvirkja var rými í kjallara íþróttahússins tekið undir tæknirými fyrir varmadælur, lagnir og fleira, sem tengt er inní tæknirými sundlaugar og aðrar lagnir mannvirkjanna í heild sinni.
    Vegna þess var rými í kjallara íþróttahúss skipt upp á annan hátt og fyrirkomulagi breytt, m.a. í tónlistarskóla.
    Tækifærið var einnig nýtt til að gera endurbætur hvað varðar brunavarnir og útgönguleiðir, uppfærslu á rafmagni, lagfæringar v. lekavandamála o.fl.

    Linda María sagði frá breytingum á skólahúsnæðinu og hvernig skólinn skipuleggur starfsemina í breyttu rými.

    Að því loknu var farið í heimsókn í nýja tæknirýmið, þar sem varmadælum og lögnum hefur verið komið fyrir, sem tengist orkuskiptum skóla- og íþróttahúss.

    Lindu þakkað fyrir góðar upplýsingar og leiðsögn.

    Að svo búnu haldið í ráðhúsið, til framhaldandi fundar.

  • Farið var yfir starf skólanefndar á komandi vetri.
    Skólanefnd - 175 Skólanefnd setti niður fundi vetrarins og rætt var um starfsáætlun fyrir nefndina.
    Unnin verða drög að starfsáætlun og verkefnum skólanefndar í vetur og tekin fyrir á næsta fundi.

  • Nefndin ræddi um framhald máls frá í júní sl., um símanotkun í grunnskóla og reglur um það. Skólanefnd - 175 Strax við upphaf haustannar fór grunnskólinn í vinnu við að endurskoða gildandi reglur um símanotkun nemenda. Umræður fóru fram með nemendum og skerpt var á reglum.

    Nefndin lýsir ánægju með þessa framvindu.
  • Lagðar fram tillögur um bráðabirgðaráðstafanir til að auka öryggi vegfarenda við grunnskóla og íþróttahús.

    Skólanefnd - 175 Bæjarstjóri fór yfir tillögurnar, sem unnið verður að á næstu mánuðum.

    Skólanefnd lýsir ánægju með tillögurnar.
  • Skólanefnd - 175 Bæjarstjóri sagði frá því að starf leikskólastjóra hafi verið auglýst laust til umsóknar, eins og skólanefnd hafði áður verið tilkynnt, en Margrét Sif Sævarsdóttir sagði starfi sínu lausu í sumar.

    Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.

  • Skólanefnd - 175 Bæjarstjóri sagði frá því að Ingveldur Eyþórsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, en starfið var auglýst laust til umsóknar fyrir skemmstu.
    Sveinn Þór Elínbergsson lætur nú af starfi forstöðumanns og er honum þökkuð hans störf.

    Nefndin felur bæjarstjóra að kanna hvort nýr forstöðumaður geti komið inná fund skólanefndar einhvern tímann á haustönninni, til að fara yfir skólaþjónustuhluta FSS.
  • Skólanefnd - 175 Umræða um komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025, fyrir stofnanir á vegum skólanefndar.

    Skólanefnd ræddi lauslega um áherslur og óskir í skólastarfi, m.t.t. fjárveitinga.
    Nefndin óskar eftir því að haldið verði áfram á þeirri braut sem verið hefur, í vinnu við að styrkja og efla skólastarfið í bænum, sbr. nýja menntastefnu og stuðning við skólastjórnendur við innleiðingu hennar, endurbætur á skólalóðum o.fl.

    Til frekari umræðu síðar.