Málsnúmer 2408004

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 46. fundur - 17.09.2024

Menningardagskrá Rökkurdaga 2024 rædd.



Forstöðumaður menningarmála lagði fram drög að dagskrá 2024 sem byggð var á dagskrá 2023.

Nefndarmenn ræddu hvern lið fyrir sig. Breytt og bætt var það sem þurfti. Tekin var ákvörðun um að bóka Guðrúnu Árnýju fyrir "sing-along" á Rökkurdögum 2024. Einnig var tekin ákvörðun um að bóka Steinunni úr hljómsveitinni Amadabama til að sjá um rit- og rímsmiðju á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2024, sá liður fellur inn í dagskrá Rökkurdaga.

Rökkurdagar 2024 verða yfir tímabilið 24. október til 17.nóvember. Viðburðir verða á hverjum degi en inni í þessum tímaramma er dagur bleiks októbers, þjóðhátíðardagur Póllands, afmæli Astrid Lindgren, feðradagurinn og Dagur íslenskrar tungu.

Viðburðadagatalið á vef bæjarins verður notað fyrir viðburði hátíðarinnar.

Forstöðumaður mun vinna dagskrána nánar og setja upp.

Ungmennaráð - 11. fundur - 02.10.2024

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir drög að dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga, sem fram fara dagana 24. október til 17. nóvember.



Nefndin var mjög ánægð með hversu fjölbreytt dagskráin er í ár og var sammála um að allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig.