Málsnúmer 2406019

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 174. fundur - 24.06.2024

Framlagt bréf með undirskriftum foreldra nemenda við Grunnskóla Grundarfjarðar með áskorun til skólanefndar um að Grunnskólinn verði símalaus grunnskóli frá og með næsta skólaári.



Sigurður Gísli og Sylvía Rún sitja fundinn áfram undir þessum lið.





Umræður um erindið og farið yfir þær reglur sem gilda um símanotkun í grunnskólanum í dag.

Skólanefnd þakkar fyrir erindið og tekur undir áhyggjur foreldra af áhrifum af símanotkun nemenda, en skilur ennfremur þörfina fyrir að skólastarf og daglegt líf nemenda byggi þó að hluta til á notkun símtækja.
Skólanefnd leggur til að innan grunnskólans verði farið í það á haustdögum, að efna til samtals allra aðila um símanotkun og skólabrag, með það að leiðarljósi að nemendurnir sjálfir séu virkir þátttakendur í að móta það fyrirkomulag sem heppilegast þykir með farsæld þeirra í huga.


Hér viku Sigurður Gísli og Sylvía Rún af fundi og var þeim þökkuð koman og innlegg þeirra á fundinum.

Skólanefnd - 175. fundur - 09.09.2024

Nefndin ræddi um framhald máls frá í júní sl., um símanotkun í grunnskóla og reglur um það.
Strax við upphaf haustannar fór grunnskólinn í vinnu við að endurskoða gildandi reglur um símanotkun nemenda. Umræður fóru fram með nemendum og skerpt var á reglum.

Nefndin lýsir ánægju með þessa framvindu.