Lögð fram gögn og niðurstaða vinnuhóps skv. bréfi dags. 30. maí 2024, en hópurinn skoðaði sameiningarkosti sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og Dalabyggðar.
Niðurstaða vinnuhópsins er að leggja til að hafnar verði óformlegar viðræður um sameiningu framangreindra sveitarfélaganna í þeim tilgangi að afla upplýsinga, vinna gögn og eiga samtal við íbúa til að meta frekar tækifæri og áskoranir við mögulega sameiningu þeirra.
Borist hefur tilkynning um bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar þar sem segir að sveitarstjórn sjái sér ekki fært að taka þátt í frekari sameiningarviðræðum að svo stöddu.
Allir tóku til máls.
Sýn bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar er sú að Snæfellsnes geti orðið eitt sveitarfélag í framtíðinni. Löng hefð er fyrir samvinnu á svæðinu, ekki síst á vettvangi sveitarfélaganna, auk þess sem svæðið er nú þegar eitt atvinnusvæði.
Reynist ekki vilji til slíkrar sameiningar að sinni er bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar reiðubúin að skoða kosti sameiningar sveitarfélaga í smærri skrefum.
Bæjarstjórn samþykkir að efna til umræðu um sameiningarmál meðal íbúa á komandi vetri.
Allir tóku til máls.
Sýn bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar er sú að Snæfellsnes geti orðið eitt sveitarfélag í framtíðinni. Löng hefð er fyrir samvinnu á svæðinu, ekki síst á vettvangi sveitarfélaganna, auk þess sem svæðið er nú þegar eitt atvinnusvæði.
Reynist ekki vilji til slíkrar sameiningar að sinni er bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar reiðubúin að skoða kosti sameiningar sveitarfélaga í smærri skrefum.
Bæjarstjórn samþykkir að efna til umræðu um sameiningarmál meðal íbúa á komandi vetri.
Samþykkt samhljóða.