Lagt fram til kynningar bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 28. maí sl., varðandi tillögur ríkisins um breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar tekur undir áhyggjur og ábendingar Heilbrigðisnefndar Vesturlands á þeim neikvæðu áhrifum sem tilfærsla heilbrigðiseftirlits til ríkisins gætu haft í för með sér.
Bæjarstjórn telur ekki framkomin rök fyrir því að málaflokknum sé betur fyrir komið hjá ríkinu. Bæjarstjórn telur nauðsynlegt að samráð sé haft við sveitarfélögin við frekari vinnslu málsins.
Bæjarstjórn telur ekki framkomin rök fyrir því að málaflokknum sé betur fyrir komið hjá ríkinu. Bæjarstjórn telur nauðsynlegt að samráð sé haft við sveitarfélögin við frekari vinnslu málsins.
Samþykkt samhljóða.