Málsnúmer 2406009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 287. fundur - 13.06.2024

Samtal bæjarstjórnar við fulltrúa ungmennaráðs.

Fulltrúi úr ungmennaráði Grundarfjarðarbæjar er gestur bæjarstjórnar undir þessum lið; Áslaug Stella Steinarsdóttir, sem er jafnframt formaður ráðsins.

Áslaug Stella ræddi tvö málefni við bæjarstjórn, í samræmi við bókanir í fundargerð 10. fundar ungmennaráðs, sem er dagskrárliður nr. 6 á þessum fundi.

Annars vegar um aðgengi og leiktæki í Þríhyrningi. Í fundargerð ungmennaráðs er bent á að stígar inní Þríhyrning og á svæðinu séu ekki gerðir fyrir hjólastóla og því væri erfitt fyrir fólk í hjólastólum að nota garðinn. Einnig bendir ungmennaráð á að það vanti fleiri leiktæki eða leiksvæði fyrir yngstu börnin.

Hins vegar nefndi hún, það sem ungmennaráð benti á, að finna þyrfti nýtt framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Eden. Þá var rætt um ungmennahús fyrir 16-20 ára og jafnvel eldri.

Góðar umræður urðu um málin.

Bæjarstjórn þakkar ungmennaráði fyrir góðar ábendingar og formanni fyrir komuna á fundinn.

Gestir

  • Áslaug Stella Steinarsdóttir, formaður ungmennaráðs - mæting: 16:30