Málsnúmer 2404010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Lögð fram fyrirspurn um iðnaðarlóð og tölvupóstur/svarbréf um stöðu málsins.



Fyrirspurnin/lóðaumsóknin hefur verið höfð til hliðsjónar í vinnu við deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár. Gerð verður breyting á lóðinni við Hjallatún 2 þar sem lóðinni verður skipt upp í minni lóðir, sbr. mál undir dagskrárlið 1.



Elli Bol ehf. sækir um lóð við Hjallatún 2 til að byggja 250 m2 iðnaðarhúsnæði.
Lóðin er á svæði sem er deiliskipulagt sem iðnaðarsvæði en jafnframt er unnið að breytingu á skipulaginu.
Samkvæmt nýsamþykktri vinnslutillögu að deiliskipulagi (sjá dagskrárlið 1) er heimilt að skipta lóðinni við Hjallatún 2 upp í smærri hluta.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðarhluta austast á lóðinni Hjallatúni 2 í samræmi við tillögu.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda og falinn frekari frágangur skv. fyrirspurninni.