Málsnúmer 2404009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn lóðarhafa að Fellasneið 14 varðandi breytingar á nýtingu og skráningu bílskúrs sbr. framlagða teikningu, þar sem hluti bílskúrs verður gerður að íbúð. Byggingarfulltrúi vísaði málinu til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytt not og að skráning bílskúrs breytist að hluta til í íbúð og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.