Á 6.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Djúpá ehf á 300m2 parhúsi við Grundargötu 90, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá Skipulags- og umhverfisnefnd.
Á 257 fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var staðfest að fara skuli fram grenndarkynning byggingaráforma og felur skipulagsfulltrúa að láta kynningu fara fram í samræmi við afgreiðslu 255. fundar. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Á 284 fundi Bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn bókun skipulags- og umhverfisnefndar.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7Byggingaráform eru samþykkt, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.
Á 6.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Djúpá ehf á 300m2 parhúsi við Grundargötu 82, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá Skipulags- og umhverfisnefnd.
Á 257 fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var staðfest að fara skuli fram grenndarkynning byggingaráforma og felur skipulagsfulltrúa að láta kynningu fara fram í samræmi við afgreiðslu 255. fundar. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Á 284 fundi Bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn bókun skipulags- og umhverfisnefndar.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7Byggingaráform eru samþykkt, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.
Á 5.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá eigendum að innri Látravík um byggingarleyfi / heimild fyrir 5 sumarhúsu í landi Innri-Látravíkur, þar sem ekki var til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.
Á 257 fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað: Með vísan í framlögð gögn og minnisblað Alta dags. 21.03.2024 samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að láta fara fram grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þegar borist hefur endanleg ljósmynd sem sýnir ásýnd þegar ekið er í austurátt á Snæfellsnesvegi. Gögnin verði send til eigenda aðliggjandi landeigna og gefinn 4 vikna frestur til athugasemda. Ef aðilar hafa lýst skriflega yfir, með áritun sinni á kynningargögn áður en 4 vikur eru liðnar, að þeir geri ekki athugasemdir við framkvæmdina þá styttist kynningartíminn að sama skapi. Á kynningartíma verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg og Landsnets vegna legu rafstrengja. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynningu fara fram. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu og hafi umsagnaraðilar (Vegagerðin og Landsnet) ekki athugasemdir við byggingaráformin, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum. Ella kemur málið aftur til afgreiðslu nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykki á 284.fundi sínum afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7Byggingaráform eru samþykkt, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu og veittu umsagnaraðilar jákvæða umsögn. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.
Á 5.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá eigendum að innri Látravík fyrir ca 30m2 viðbyggingu á einbýlishúsi. Þar sem ekki var til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.
Á 257.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að viðbygging við íbúðarhús sem fyrir er á staðnum hafi ekki grenndaráhrif á aðra/aðliggjandi eignir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á 284.fundi sínum.
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum 2.3.8.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.
W7 sækir um byggingarheimild fyrir spenni- og rofahús við Borgarbraut 17 fyrir hönd Rariks. Sökkull og botnplata eru forsteyptar einingar,veggir og þak eru úr stálgrind og klæðist með málmklæðningu.
Á 250. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt beiðni Grundarfjarðarbæjar um undanþágu frá gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 með vísun í gr. 5.8.2 "vegna mögulegrar stækkunar á tæknirými með viðbyggingu við neðri hæð íþróttamiðstöðvar um samtals 10-20 m2."
Stækkun rýmisins var hugsuð til að koma fyrir spenni vegna tengingar við nýja heimtaug í tengslum við varmaskipti skóla- og íþróttamannvirkja.
Í afgreiðslu nefndarinnar á 250. fundi var jafnframt bókaður svohljóðandi fyrirvari:
"Verði síðar talið nauðsynlegt að koma spenninum fyrir annarsstaðar á lóðinni, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að leysa það mál með viðeigandi aðilum innan þessarar undanþáguheimildar."
Ætlunin er að koma fyrir stakstæðu húsi, 6,5 m2 að stærð, suðaustan við íþróttahúsið og bílastæðin austan við húsið, skv. fyrirliggjandi teikningu. Grundarfjarðarbær leggur nú fram, til staðfestingar, teikningu þar sem sýnd er staðsetning húss fyrir spenninn, suðaustan við íþróttahús og neðri/austari bílastæðin.
Engin hús eða lóðir eru nærliggjandi þessu svæði og er hús fyrir spennistöð samkvæmt framangreindu ekki talið hafa grenndaráhrif sem þörf er á að taka í myndina.
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir fyrri afgreiðslu um undanþágu frá gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um óverulega breytingu á deiliskipulagi með vísun í gr. 5.8.4. fyrir spennistöðvarhús með nýrri staðsetningu.
Nefndin veitir byggingarfulltrúa jafnframt heimild til að gefa út byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir umræddu húsi með uppsetningu spennis og aðliggjandi lögnum, að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br., og með fyrirvara um afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7Byggingaráform eru samþykkt, byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr.2.3.8 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.