Málsnúmer 2403026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Í gildi hefur verið endurnýjað stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús á vegum umsækjanda í Torfabót, vegna kajakleigu sem þar er rekin. Sótt er um 13,8 m2 stækkun á þeirri aðstöðu og afmörkun 300 m2 lóðar.



Umrætt svæði í Torfabót er hluti af því svæði sem yfirstandandi deiliskipulagsvinna Framness tekur til.

Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um áform á svæðinu, áður en lengra er haldið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Endurnýjað stöðuleyfi hefur verið í gildi á svæðinu vegna aðstöðuhúss Vestur Adventures fyrir kajakleigu.



Málið var tekið fyrir á síðasta fundi og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um áform á svæðinu, áður en lengra væri haldið.

Í framhaldi af samskiptum skipulagsfulltrúa við umsækjanda liggja nú fyrir viðbótargögn.



Sótt er um að reisa ca. 15 m2 léttbyggt skýli með þaki við austurhlið núverandi aðstöðuhúss, klætt í sama stíl og núverandi aðstaða. Einnig er óskað eftir langtímalóðarleigusamningi, fyrir allt að 300 m2. Ennfremur er óskað eftir að tekið verði tillit til rekstrarins við gerð deiliskipulags í Torfabót, sem er hluti af deiliskipulagsvinnu á Framnesi sem nú stendur yfir.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að umsækjandi fái áframhaldandi stöðuleyfi og að umsækjandi fái framkvæmdaleyfi til að stækka aðstöðuna í samræmi við umsókn, enda er ekki um varanlegar framkvæmdir að ræða.
Ekki er heimild til að afmarka lóðir á svæðinu, en erindi umsækjanda um að tekið verði tillit til starfseminnar í þeirri deiliskipulagsvinnu sem nú er unnið að vegna Framness verður komið til skila inní þá vinnu.