Málsnúmer 2403021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 618. fundur - 22.03.2024

Þann 13. mars kynntu fulltrúar Póstsins breytingar á afgreiðslu sinni í Grundarfirði á fjarfundi með fulltrúum bæjarins.



Lögð fram ýmis gögn og ósk Byggðstofnunar um umsögn bæjarins vegna boðaðra breytinga Íslandspósts á póstafgreiðslu í Grundarfirði.

Bæjarráð hefur ýmsar spurningar um þessi áform og óskar eftir öðrum fundi með fulltrúum Póstsins áður en erindi Byggðastofnunar verður svarað.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 287. fundur - 13.06.2024

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir vonbrigðum með þjónustuskerðingu Íslandspósts sem kynnt var nýlega. Jafnframt lýsir bæjarstjórn furðu á því verklagi sem viðhaft hefur verið í þessu máli, að Byggðastofnun leiti umsagnar bæjarstjórnar um áform Íslandspósts um skerðingu þjónustu eftir að þeim áformum hefur verið hrint í framkvæmd og augljóst er af öllu að þau verða ekki dregin til baka, sama hver umsögn bæjarstjórnar yrði.

Samþykkt samhljóða.