Málsnúmer 2402023

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 11. fundur - 29.04.2024

Halldóra Hreggviðsdóttir er áfram gestur undir þessum dagskrárlið, vegna undirbúnings umsóknar um leyfi til efnistöku úr sjó og mats á umhverfisáhrifum efnistökunnar.



Halldóra og Hafsteinn fóru yfir niðurstöður mælinga, sem fram fóru fyrir skemmstu.

Fyrir liggur skýrslan "Sjávardýpi og jarðlög í Grundarfirði" sem Kjartan Thors vann í samvinnu við Guðbjörn Margeirsson hjá Köfunarþjónustunni.

Dagana 9. - 11. apríl 2024 fóru fram mælingar á sjávardýpi og setþykkt í
Grundarfirði, en um það sá Guðbjörn Margeirsson, jarðfræðingur hjá Köfunarþjónustunni.
Tilgangur verksins var m.a. að kanna möguleika á efnistöku af hafsbotni til framtíðarlandfyllingar. Útbúið var dýptarkort af mælingasvæðinu, en úrvinnsla setþykktarmælinganna og skýrslugerð var í höndum Kjartans Thors.

Við dýptarmælingarnar var beitt fjölgeislamæli Köfunarþjónustunnar og staðsetningarbúnaði og setþykkt einnig mæld. Mælingarnar voru gerðar á báti Köfunarþjónustunnar, Kríu. Mælingalínur voru með 60 metra bili og lágu N-S. Fjórar þverlínur voru auk þess mældar.

Frekari mælingar munu fara fram og auk þess frekari úrvinnsla gagna yfir í þrívíddargögn af mælingasvæðinu.
Gögnin verða m.a. nýtt til undirbúnings umsóknar um efnistöku af hafsbotni.