Málsnúmer 2402002

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Starf forstöðumanns bókasafns og menningarmála var auglýst laust til umsóknar í desember og lauk umsóknarfresti þann 17. janúar sl.



Samkvæmt starfsreglum um ráðningar hjá Grundarfjarðarbæ er það bæjarstjórn sem ræður formlega í starfið.

Gerð var grein fyrir ráðningarferli vegna starfsins, sem nú er að ljúka. Sex umsóknir bárust, en ein umsókn var dregin til baka.

Bæjarstjórn samþykkir að ráða Láru Lind Jakobsdóttur í starf forstöðumann bókasafns og menningarmála.

Samþykkt samhljóða.