Málsnúmer 2401010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lögð fram til kynningar tilkynning Stjórnarráðs Íslands, dags. 29. nóvember 2023, um aðgerðir ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu. Ráðherranefndina skipa ráðherrar fimm ráðuneyta; Menningar- og viðskiptaráðuneytis, Forsætisráðuneytis, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, Mennta- og barnamálaráðuneytis og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis.

Bæjarstjórn vísar erindinu til bæjarráðs og skólanefndar, í tengslum við mótun málstefnu, sbr. mál nr. 2309020.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 171. fundur - 13.02.2024

Lögð fram til kynningar fréttatilkynning ráðherranefndar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu, frá nóvember 2023.



Bæjarstjórn vísaði erindinu til skólanefndar til kynningar.



Bæjarráð - 617. fundur - 28.02.2024

Lögð fram til kynningar kynning Stjórnarráðsins um aðgerðir ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu. Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa að ráðherranefndinni.