Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2023.
Bæjarráð - 616Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar janúar-desember 2023 hækkað um 9,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Landsmeðaltal greidds útsvar hefur á sama tímabili hækkað um 13,9%.
Lagt fram yfirlit yfir raunlaun janúar-desember 2023 í samanburði við áætlun ársins.
Bæjarráð - 616Raunlaun fóru 1,37% yfir áætlun ársins m.a. vegna kjarasamningshækkana.
Bæjarráð - 616Sigurbjartur Loftsson, verkefnastjóri, kom inn á fundinn gegnum Teams. Hann fór yfir stöðu orkuskiptaverkefnisins. Hann sagði frá framvindu verkþátta sem einkum felast í að leggja lagnir frá borholum og inn í íþróttahús. RARIK mun koma upp húsi yfir nýjan spenni, en lagður verður háspennustrengur vegna verksins. Sigurbjartur vinnur að frágangi teikninga vegna breytinga á rými í kjallara íþróttahúss. Rætt um verktíma verkefnisins.
Bæjarráð - 616Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, Bergvin Sævar Guðmundsson, umsjónarmaður fasteigna og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda ársins ásamt þeim Ólafi, Sævari og Sigurði Val, þau verkefni sem farin eru af stað sem og verkefni framundan.
Rætt var um hönnun sundlaugargarðs og hvað felst í þeirri vinnu, rennibraut o.fl. Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á tjaldsvæði, merkingar á tjaldsvæði, stöðu verkefna í Þríhyrningi, fyrirhugaða uppsetningu leiktækja fyrir yngstu börnin á Hjaltalínsholti, fyrirhugaðar framkvæmdir í kringum gömlu spennistöðina, framkvæmdir í samkomuhúsi vegna gjaldhliðs fyrir salerni sem opin eru ferðafólki og fyrirkomulag salernisaðstöðu. Einnig rætt um gatnagerð næsta sumar, þar sem lögð er áhersla á gangstéttar á Hrannarstíg.
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á vesturhlið íþróttahúss, en skipta á um glugga og hurðir og gera múrviðgerðir. Rætt um breytingar á aðkomuleiðum (hurðir) til að bæta aðgengi og neyðaraðkomu. Sigurður Valur sýndi teikningar og tillögur þar að lútandi.
Bæjarráð samþykkir samhljóða þá útfærslu sem tillaga er gerð um og verða teikningar unnar um þær.
Lagður fram tölvupóstur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 22. janúar sl., varðandi umsóknir um stofnframlög, sem opnað verður fyrir fljótlega.
Bæjarráð - 616Rætt um lausar lóðir í Grundarfirði og lóðaskipulag sem er í vinnslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að skoða málið í samræmi við umræður fundarins og felur þeim jafnframt umboð til að sækja um framlög.
Lagt fram til kynningar þinglýst afsal vegna atvinnuhúsnæðis að Nesvegi 19, ásamt yfirlýsingu Grundarfjarðarbæjar, þar sem fallið er frá forkaupsrétti á eignarhlutnum.
Bæjarráð - 616
Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar sl., þar sem boðað er til 39. landsþings sambandsins þann 14. mars nk.
Bæjarráð - 616
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Matvælaráðuneytisins, dags. 22. janúar sl., þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 3/2024 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.
Bæjarráð - 616