Lögð fram tillaga um áframhaldandi afslátt gatnagerðargjalda fyrir árið 2024, af tilteknum eldri íbúðarlóðum. Fyrir fundinum liggja uppfærðir skilmálar um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum vegna umræddra lóða.
Afsláttur skv. síðustu samþykkt bæjarstjórnar (bæjarráðs) var 50% út desember 2023.
Lagt til að afsláttur af tilgreindum eldri lóðum verði framlengdur út árið 2024 og verði áfram 50%. Einnig verði veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á viðbyggingum.