Hafnarstjóri og bæjarstjóri sögðu frá samskiptum og ályktunum sem lúta að komum skemmtiferðaskipa, umræðum á vettvangi Cruise Iceland samtakanna o.fl.
Lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum, sem mun m.a. fela í sér breytingu á lögum um gistináttaskatt, sem skemmtiferðaskipum verður ætlað að greiða. Einnig um áform um afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa, sem ljóst er að getur haft áhrif til fækkunar á komum skemmtiferðaskipa í hringsiglingum til minni hafna á landsbyggðinni.