Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2024.
Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu.
Við umræðu gerði hafnarstjórn nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni.
Fyrirvari er gerður á sorpgjaldi, sem gæti breyst í gjaldskrá síðar á árinu vegna breytinga í sorpmálum og vegna útboðs.
Lagt er til að tekið verði upp sérstakt gjald fyrir farþegaskip sem liggja við akkeri en nota flotbryggju, á þann veg að þau greiði 50% af bryggjugjaldi á mælieiningu.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Við umræðu gerði hafnarstjórn nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni.
Fyrirvari er gerður á sorpgjaldi, sem gæti breyst í gjaldskrá síðar á árinu vegna breytinga í sorpmálum og vegna útboðs.
Lagt er til að tekið verði upp sérstakt gjald fyrir farþegaskip sem liggja við akkeri en nota flotbryggju, á þann veg að þau greiði 50% af bryggjugjaldi á mælieiningu.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.