Lagt fram bréf frá Gunnari Kristjánssyni vegna ástands hlaupabrauta við íþróttavöll. Jafnframt lögð fram gróf kostnaðaráætlun vegna endurbóta á hlaupabrautum.
Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir með bréfritara um ástand hlaupabrauta.
Farið yfir kostnaðartölur sem Ólafur hefur aflað að beiðni bæjarstjóra vegna endurbóta á hlaupabrautum. Tölurnar sýna kostnað við að leggja varanlegt efni á hlaupabrautir.
Rætt um leiðir til lagfæringa á hlaupabrautum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að afla upplýsinga um kostnað við einfaldar jarðvegslagfæringar á hlaupabrautum.
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir með bréfritara um ástand hlaupabrauta.
Farið yfir kostnaðartölur sem Ólafur hefur aflað að beiðni bæjarstjóra vegna endurbóta á hlaupabrautum. Tölurnar sýna kostnað við að leggja varanlegt efni á hlaupabrautir.
Rætt um leiðir til lagfæringa á hlaupabrautum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að afla upplýsinga um kostnað við einfaldar jarðvegslagfæringar á hlaupabrautum.
Samþykkt samhljóða.