Málsnúmer 2311014

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Lögð fram til kynningar ýmis gögn vegna funda og vinnu við innleiðingu verkefnisins Barnvæn sveitarfélög.



Þann 2. nóvember sl. sat bæjarstjóri fund bæjarstjóra barnvænna sveitarfélaga með mennta- og barnamálaráðherra og starfsfólki Unicef á Íslandi um verkefnið Barnvæn sveitarfélög. Þann sama dag fóru íþrótta- og tómstundafulltrúi og tveir fulltrúar úr ungmennaráði Grundarfjarðarbæjar á fund ungmenna með Unicef og ráðherra um verkefnið.



Bæjarstjóri sagði frá fundinum sem hún sat. Fundurinn var mjög góður og mikill hugur í fundarfólki um að vinna vel að verkefninu.

Bæjarstjórn þakkar fulltrúum úr ungmennaráði, þeim Sólveigu Stefaníu Bjarnadóttur og Telmu Fanný Svavarsdóttur, fyrir þátttökuna í fundi ungmenna um verkefnið.

Bæjarstjóri sagði frá því að unnið hafi verið eftir viðmiðum og gildum Barnvænna sveitarfélaga, að verkefnum og í starfsemi bæjarins frá því samningur var undirritaður 2022 um að bærinn gerðist barnvænt sveitarfélag. Formlegt starf stýrihóps verkefnisins hafi verið í undirbúningi og verður fyrsti fundur verkefnisstjórnar Grundarfjarðarbæjar um Barnvænt sveitarfélag haldinn 4. desember nk.