Lögð fram endurskoðuð fjárfestingaáætlun 2024 og rekstraráætlun 2024, sem sýnir breytingar á rekstri frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð - 615Uppfærð fjárfestingaáætlun samþykkt samhljóða.
Lagt fram bréf frá Gunnari Kristjánssyni vegna ástands hlaupabrauta við íþróttavöll. Jafnframt lögð fram gróf kostnaðaráætlun vegna endurbóta á hlaupabrautum.
Bæjarráð - 615Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir með bréfritara um ástand hlaupabrauta.
Farið yfir kostnaðartölur sem Ólafur hefur aflað að beiðni bæjarstjóra vegna endurbóta á hlaupabrautum. Tölurnar sýna kostnað við að leggja varanlegt efni á hlaupabrautir.
Rætt um leiðir til lagfæringa á hlaupabrautum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að afla upplýsinga um kostnað við einfaldar jarðvegslagfæringar á hlaupabrautum.
Lögð fram til kynningar dagskrá Sjávarútvegsfundar 2023 sem haldinn verður á vegum Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 8. desember nk.
Bæjarráð - 615
Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 22. nóvember sl., um styrk sem Grundarfjarðarbær hefur hlotið vegna reynsluverkefnis um stuðning barna á flótta.
Bæjarráð - 615
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Byggðasamlags Snæfellinga vegna EarthCheck umhverfisvottunar; fundargerð frá 9. nóvember sl. og fundargerð frá 20. nóvember sl.
Bæjarráð - 615
Lögð fram til kynningar beiðni stjórnar Björgunarsveitarinnar Klakks um leyfi lóðareiganda vegna flugeldasölu í húsnæði sveitarinnar um áramótin 2023-2024 ásamt svarbréfi umhverfis- og skipulagssviðs við erindinu, þar sem fram kemur að leyfið hafi verið veitt.
Bæjarráð - 615
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) dags. 27. nóvember sl., með hlekk á upptökur frá afmælisráðstefnu SAF.
Bæjarráð - 615
Lagt fram til kynningar bréf frá fræðsluyfirvöldum Grindavíkurbæjar með upplýsingum til sveitarfélaga varðandi fræðslumál vegna neyðarstigs Almannavarna á Grindavíkursvæðinu. Einnig lögð fram eyðublöð til útfyllingar.
Bæjarráð - 615
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Þorgrími Þráinssyni, dags. 24. september sl., ásamt skjali með 30 hugmyndum sem gætu nýst til að bæta samfélög.
Bæjarráð - 615
Lögð fram til kynningar beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn við 402. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.
Bæjarráð - 615