Lögð fram lög um tekjustofna sveitarfélaga þar sem er að finna ákvæði um hámark A-, B- og C-flokks fasteignaskatta, sem og álagningarákvæði fasteignaskatta (gjaldskrá) bæjarins fyrir árið 2023.
Einnig lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2024 og samanburður við önnur sveitarfélög.
Bæjarráð - 613Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um hækkun lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 1,5% í 2% og hækkun fráveitugjalds vegna íbúðarhúsnæðis úr 0,19% í 0,2%, sem er það álagningarhlutfall sem verið hefur í mörg ár. Á síðasta ári voru þessi hlutföll lækkuð vegna hækkunar á fasteignamati á yfirstandandi ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir svipuðu fasteignamati eða lægra, eftir flokkum.
Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga og yfirliti sem sýnir hversu stóran hlut af heildarrekstrarkostnaði notendur greiða fyrir þjónustu.
Bæjarráð - 613Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Nokkrar tillögur eru áfram til skoðunar.
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. október sl. um þátttöku og framlög sveitarfélaga til starfræns samstarfs árið 2024. Jafnframt lögð fram kostnaðaráætlun við þátttökuna.
Bæjarráð - 613Kostnaðaráætlun Sambandsins vegna stafræns samstarfs sveitarfélaga samþykkt samhljóða.
Lögð fram fyrirspurn eigenda húss og lóðar í Gröf 3 um endurbætur á fráveitumálum vegna hússins.
Bæjarráð - 613Bæjarráð leggur til að fráveitumál við fasteign í Gröf 3 verði leyst með rotþró.
Verkstjóra áhaldahúss og bæjarstjóra falið að skoða nánar framkvæmdina í samræmi við umræður fundarins.
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Hafnaríbúða ehf. um leyfi til reksturs gististaða í flokki II fyrir 3 íbúðir að Grundargötu 12-14, neðri hæð. Um er að ræða húsnæði í íbúðarhverfi, skv. aðalskipulagi og var erindið því grenndarkynnt með fresti til 20. október sl. Tvær umsagnir bárust og fór bæjarráð yfir efni þeirra. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Málið er til afgreiðslu í bæjarráði samkvæmt umboði sem bæjarstjórn veitti bæjarráði á síðasta fundi.
Bæjarráð - 613Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, en setur fyrirvara um breytingar á bílastæðum frá fyrirliggjandi teikningum. Lagt til að bílastæðum verði komið fyrir framan við hverja íbúð.
Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga með uppgjöri vegna kostnaðar (hallareksturs) á skólaakstri á vorönn 2023.
Kostnaðarhlutur Grundarfjarðarbæjar vegna hallareksturs á skólaakstri nemenda FSN á vorönn 2023 er að fjárhæð 792.263 kr.
Bæjarráð - 613
Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar dags. 5. október sl. með tilkynningu um fyrirhugaða niðurfellingu Vatnabúðavegar (5707-01) af vegaskrá, þar sem ekki eru lengur íbúar með lögheimili eða atvinnurekstur á heimilisfanginu.
Bæjarráð - 613Bæjarráð mótmælir fyrirhugaðri niðurfellingu Vatnabúðavegar af vegaskrá, þar sem enn er skráður fyrirtækjarekstur á staðnum. Því er lagt til að fyrirhugaðri ákvörðun verði frestað.
Bæjarstjóra falið að koma mótmælum bæjarráðs á framfæri við Vegagerðina.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur innviðaráðuneytisins dags. 2. október sl., ásamt bréfi frá Römpum upp Ísland um stöðuna á landsbyggðinni.
Bæjarráð - 613
Lagt fram til kynningar bréf umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins dags. 26. september sl. til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.
Bæjarráð - 613