Prjónað á plani sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir söluskúr á miðbæjarreit til 12 mánaða, þ.e. frá 1. október 2023 - 30. september 2024.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlengja stöðuleyfi Prjónað á plani á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð, til 30. september 2024. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.