Málsnúmer 2309005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 609. fundur - 06.09.2023

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Hafnaríbúða ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II vegna þriggja íbúða að Grundargötu 12, en svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi.



Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram kemur tillaga um grenndarkynningu.



Fyrir liggja úttektir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.



Bæjarráð samþykkir að gerð verði grenndarkynning vegna umsagnar bæjarins um framlagða umsókn í samræmi við tillögu skipulagsfulltrúa. Kynnt verði fyrir eigendum Grundargötu 10, 11, 13, 13a og 16, sem og eigendum íbúða í húsinu Grundargötu 12-14.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 275. fundur - 12.10.2023

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um að bæjarstjórn veiti umsögn um umsókn Hafnaríbúða ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Grundargötu 12-14, neðri hæð.



Um er að ræða húsnæði í íbúðarhverfi, skv. aðalskipulagi. Erindið var því grenndarkynnt með fresti til 20. október nk.



Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu málsins að lokinni grenndarkynningu.

Bæjarráð - 613. fundur - 26.10.2023

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Hafnaríbúða ehf. um leyfi til reksturs gististaða í flokki II fyrir 3 íbúðir að Grundargötu 12-14, neðri hæð. Um er að ræða húsnæði í íbúðarhverfi, skv. aðalskipulagi og var erindið því grenndarkynnt með fresti til 20. október sl. Tvær umsagnir bárust og fór bæjarráð yfir efni þeirra. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.



Málið er til afgreiðslu í bæjarráði samkvæmt umboði sem bæjarstjórn veitti bæjarráði á síðasta fundi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, en setur fyrirvara um breytingar á bílastæðum frá fyrirliggjandi teikningum. Lagt til að bílastæðum verði komið fyrir framan við hverja íbúð.

Samþykkt samhljóða.