Lagt fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa vegna beiðni um endurupptöku á umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á hesthúsi og hlöðu á Þórdísarstöðum.
Umsóknin var tekin fyrir á 247. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. apríl sl. og taldi nefndin að fyrirhuguð breyting samræmdist ekki skipulagsskilmálum VÞ-2 í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og að slík breyting kallaði á óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í kjölfarið létu landeigendur vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og kynnti breytinguna á síðu stofnunarinnar. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Stofnunin staðfesti breytinguna 13. september sl. reiknað er með að skipulagsbreytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 28. september nk.
Þann 4. júlí sl. barst ábending um að framkvæmdir væru hafnar án tilskilins byggingarleyfis. Í vettvangsskoðun byggingarfulltrúa reyndist ábendingin vera rétt og voru framkvæmdir stöðvaðar, sbr. bréf til landeigenda dags. 6. júlí sl.
Þann 11. júlí sendu landeigendur inn beiðni um endurupptöku máls á grundvelli þess að nefndin hefði afgreitt byggingarleyfisumsóknina á röngum forsendum. Byggingarfulltrúi svaraði erindinu með bréfi dags. 11. september þar sem endurupptöku var hafnað. Sviðstjóri ítrekaði við landeigendur í tölvupósti 12. september sl. að verði uppfærð gögn í fullu samræmi við óverulega breytingu á aðalskipulagi, þyrfti ekki að taka málið aftur fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd heldur myndi byggingarfulltrúi gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Byggingarfulltrúi fór yfir málið eins og það liggur fyrir, sbr. fyrri afgreiðslur skipulags- og umhverfisnefndar, skipulags- og byggingarfulltrúa.
Erindið er til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfissviði og sér bæjarráð ekki ástæðu til að taka ákvörðun í málinu á þessu stigi.