Málsnúmer 2306006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 273. fundur - 08.06.2023

Lögð fram til kynningar ýmis gögn vegna breytinga á fasteignamati milli áranna 2023-2024, en í síðustu viku var kynnt mat ársins 2023, sem er grunnur álagningar ársins 2024.

Sjá nánar:
https://skra.is/um-okkur/frettir/frett/2022/05/31/Fasteignamat-2023-er-komid-ut/
https://fasteignaskra.is/fasteignir/fasteignamat/2024/

Skrifstofustjóri fór yfir samantekin gögn, yfirlit yfir þróun fasteignamats og gjaldflokka, ásamt ætluðum tekjum miðað við sömu álagningarforsendur ársins 2023.

Ljóst er að fasteignamat í Grundarfjarðarbæ breytist lítið frá fyrra ári og er undir almennum verðlagsbreytingum tímabilsins.

Bæjarstjórn vísar málinu til frekari skoðunar í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.