Þrátt fyrir að leikskólagjöld séu niðurgreidd um rúmlega 90% þá er ljóst að yfirstandandi verkfall hefur áhrif á hagi fjölskyldna leikskólabarna
Í því ljósi lagði varaforseti til að þjónustugjöld (skóla- og fæðisgjöld) verði felld niður vegna skerðingar á vistun barna í Leikskólanum Sólvöllum á meðan yfirstandandi verkfall varir.
Leiðrétting á gjöldum verði reiknuð út og gerð upp með fyrsta greiðsluseðli sem gefinn verður út eftir að verkfalli lýkur.
Í því ljósi lagði varaforseti til að þjónustugjöld (skóla- og fæðisgjöld) verði felld niður vegna skerðingar á vistun barna í Leikskólanum Sólvöllum á meðan yfirstandandi verkfall varir.
Leiðrétting á gjöldum verði reiknuð út og gerð upp með fyrsta greiðsluseðli sem gefinn verður út eftir að verkfalli lýkur.
Samþykkt samhljóða.