Málsnúmer 2305043

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Box7 ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Fellasneið 10.



Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra eftir úttekt.

Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarbyggð og því er lagt til að farið verði í grenndarkynningu.

Bæjarstjórn samþykkir að gerð verði grenndarkynning vegna umsagnar bæjarins um fyrirliggjandi umsókn. Kynnt verði fyrir eigendum aðliggjandi húsa; Fellasneið 4, 8 og 14 og Hellnafell 2. Skipulags- og umhverfissviði falið að láta fara fram grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða.