Lagðar fram til kynningar spurningar og svör slökkviliðsstjóra til Samstarfsnefndar SSV vegna skoðunar á auknu samstarfi um slökkvilið og eldvarnir á Vesturlandi.
Lögð fram samantekt um niðurstöður starfshóps á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem hafði það hlutverk að vinna stöðugreiningu og sviðsmyndir um samstarf slökkviliða á Vesturlandi.
JÓK, GS, SGG tóku til máls.
Forseti vísaði til þess að stjórn SSV hefði ákveðið að halda fund um málefnið í haust.
GS sagði frá starfi og niðurstöðum hópsins, en hann sat í honum sem fulltrúi sveitarfélaga á Snæfellsnesi.